ÞEKKTU SJÁLFAN ÞIG
& TAKTU SKARPARI ÁKVARÐANIR
MEÐVITUÐ TEYMI TAKA BETRI ÁKVARÐANIR
Bjóddu starfsfólkinu þínu upp á nýstárlegan og skapandi starfsmannadag eða vinnustofu í sjálfsþekkingu, ákvarðanatöku, streitustjórnun og andlegri þrautseigju. Við skoðum rætur, gildi, þekkingu, markmið og ímynd fyrirtækisins og kortleggjum framtíðarverkefni.
Með EVOKE-aðferðarfræðinni leggjum við áherslu á ákveðin viðfangsefni eins og frumkvæði og hugrekki í sögusögn, lausnamiðaða og skapandi hugsun í mótlæti, og vísindaleg verkfæri til að brúa tengslin milli hjarta og heila.
Þekktu teymið/hópinn þinn og taktu skarpari ákvarðanir
EVOKE er stefnumótun fyrir hópa/teymi þar sem einstaklingar innan hópsins skoða rætur, gildi, markmið og ímynd í samhengi við liðsheild fyrirtækis með skemmtilegri og skapandi nálgun. Þar af leiðandi öðlast þau meiri yfirsýn og sjálfstraust til þess að taka skarpari og betri ákvarðanir tengdar teyminu, vörumerkinu og fyrirtækinu sjálfu.
Aðferðarfræðin er nýstárleg og skapandi leið til að hjálpa stjórnendum og starfsmönnum að endurstilla samskiptin með skýrleika og hugrekki. Með EVOKE næst ný nálgun með frásagnargleði sem eflir menningu og þéttir raðirnar í teymisvinnu.
EVOKE aðferðafræðin er blanda af skapandi stefnumótun og vísindalegri tækni sem getur breytt grunnlínu hugarfars okkar. Hér getur fólk öðlast nýtt sjónarhorn á hvað það vill standa fyrir innan fyrirtækisins og lífið í heildina. Árangur starfsferils og tilveru okkar byrjar með uppruna persónulegrar hegðunar og ákvarðanatöku.
Eftir stefnumótunina mun fólk búa að nýjum styrkleikum og þekkingu um hvernig best er að hugsa fyrir hönd fyrirtækisins, virkja gildi þess, öðlast meiri yfirsýn og tengingu gagnvart starfinu sem og virkja áttavitann innan sem utan vinnunnar.
Sérsniðin útfærsla og lengd eftir þörfum hvers teymis/hóps.
VITNISBURÐUR
Hæ, ég heiti Anna Rósa Parker
- ég hannaði aðferðafræðina EVOKE til þess að hjálpa einstaklingum og teymum að endurstilla áherslur og samskipti með skýrleika, sköpun og hugrekki.
Anna Rósa Parker er mark- og teymisþjálfi og höfundur EVOKE aðferðafræðinnar, sem sameinar kraft sögusagnar og vísindalegrar nálgunar.
Sem vottaður þjálfari frá HeartMath® Institute og fyrirlesari og leiðbeinandi við „New York University", hefur Anna Rósa þróað einstaka nálgun við leiðtogaþjálfun sem sameinar tilfinningagreind, sögusögn og innsæi - þar sem hún kennir framtíðarleiðtogum við NYU hvernig á að byggja upp andlega þrautseigju, frásagnargleði og mótun vörumerkja.
Bakgrunnur hennar í leiklist og sögusögn frá „University of Washington", ásamt áratuga reynslu í textasmíði og þróun vörumerkja, hefur mótað fjölbreytta starfsreynslu sem spannar frá því að þróa vörumerki lúxusfyrirtækja eins og „Baccarat Hotel" og „1 Hotels", til handritsvinnunnar við „ELLEN - engin önnur en ég", sem og hugmyndavinnu markaðsefnis fyrir „Nordstrom" og mótun á persónulegu vörumerki tennisleikarans „Venus Williams".
Anna Rósa starfar í New York og Reykjavík, sem og leiðir teymi og einstaklinga í að brúa bilið milli hjartans visku og viðskiptagreindar á Zoom.